Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 19:52 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30