Gagnrýnin kom Trump á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 18:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira