Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 15:49 Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn. Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn.
Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira