Sextán dæmd til dauða fyrir að hafa kveikt í nemanda Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2019 07:30 Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Getty Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum. Bangladess Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum.
Bangladess Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira