Hyggjast fljúga til Íslands í vor Ari Brynjólfsson skrifar 25. október 2019 06:00 Juneyao Air er með daglegt flug mili Shanghai og Helsinki. Fréttablaðið/EPA Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45