Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. október 2019 10:00 Létt yfir Maia og Askren í vigtuninni. Vísir/Getty Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. Þeir Demian Maia og Ben Askren eru báðir frábærir glímumenn en með ólíka stíla. Demian Maia er einn besti jiu-jitsu maður í sögu MMA og hefur unnið 13 bardaga með uppgjafartaki. Þessi brasilíski bardagamaður er með þá augljósu leikáætlun að taka menn niður og reyna að klára þá með hengingu. Ben Askren skaraði fram úr í ólympískri glímu og vann tvo titla í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar. Hann komst svo á Ólympíuleikana 2008 en komst ekki langt og snéri sér að MMA eftir það. Líkt og Maia er Askren með augljósa leikáætlun þar sem hann vill bara taka andstæðinga sína niður. Jorge Masvidal las hann því eins og opna bók í sumar og smellhitti með fljúgandi hné. UFC ferill Askren hefur því ekki byrjað eins vel og vonir stóðu til en nú fær hann andstæðing sem vill glíma við sig. Þar sem báðir eru glímumenn verður virkilega áhugavert að sjá þessa tvo ólíku stíla mætast í búrinu. Askren er tölvuert betri að ná fellum en Maia er betri að klára með uppgjafartaki. Það verður sennilega erfitt fyrir Maia að taka Askren niður. Maia hefur mætt þremur sterkum glímumönnum (Tyron Woodley, Colby Covington og Kamaru Usman) á undanförnum árum og tókst aldrei að ná þeim niður í 49 tilraunum. Það verður því áhugavert að sjá hvernig glíma þeirra þróast ef þetta fer í gólfið og verður spennandi að sjá stöðubaráttur þeirra í gólfinu. Átta af tíu sigrum Maia eftir uppgjafartök í UFC hafa verið eftir „rear naked choke“ hengingu þegar hann nær baki andstæðingsins. Stærsti möguleiki Maia er því þegar hann kemst á bak andstæðingsins. Styrkleikar beggja eru í glímunni og vonandi fer bardaginn fram sem minnst í standandi viðureign. Glíma beggja er svo margfalt betra en boxið hjá þeim að það væri hreinlega synd ef bardaginn færi ekki í gólfið. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Singapúr á laugardaginn. Bardagakvöldið er á besta tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 12:00 á Stöð 2 Sport 2. MMA Tengdar fréttir Askren: Ég myndi fara eins með Gunna og Maia gerði á sínum tíma Vísir fékk hinn skemmtilega Ben Askren í viðtal í O2 Arena í gær þegar hann var nýbúinn að fara á kostum á sviði hallarinnar þar sem áhorfendur máttu spyrja hann spjörunum úr. 16. mars 2019 13:30 Drullar yfir helstu stjörnur UFC Bardagakappinn Ben Askren er á leið yfir í UFC og þó svo hann sé ekki kominn þangað formlega er hann þegar búinn að skapa mikinn usla. 26. október 2018 14:00 Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé "The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti. 9. september 2019 22:45 Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. 7. júlí 2019 06:14 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. Þeir Demian Maia og Ben Askren eru báðir frábærir glímumenn en með ólíka stíla. Demian Maia er einn besti jiu-jitsu maður í sögu MMA og hefur unnið 13 bardaga með uppgjafartaki. Þessi brasilíski bardagamaður er með þá augljósu leikáætlun að taka menn niður og reyna að klára þá með hengingu. Ben Askren skaraði fram úr í ólympískri glímu og vann tvo titla í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar. Hann komst svo á Ólympíuleikana 2008 en komst ekki langt og snéri sér að MMA eftir það. Líkt og Maia er Askren með augljósa leikáætlun þar sem hann vill bara taka andstæðinga sína niður. Jorge Masvidal las hann því eins og opna bók í sumar og smellhitti með fljúgandi hné. UFC ferill Askren hefur því ekki byrjað eins vel og vonir stóðu til en nú fær hann andstæðing sem vill glíma við sig. Þar sem báðir eru glímumenn verður virkilega áhugavert að sjá þessa tvo ólíku stíla mætast í búrinu. Askren er tölvuert betri að ná fellum en Maia er betri að klára með uppgjafartaki. Það verður sennilega erfitt fyrir Maia að taka Askren niður. Maia hefur mætt þremur sterkum glímumönnum (Tyron Woodley, Colby Covington og Kamaru Usman) á undanförnum árum og tókst aldrei að ná þeim niður í 49 tilraunum. Það verður því áhugavert að sjá hvernig glíma þeirra þróast ef þetta fer í gólfið og verður spennandi að sjá stöðubaráttur þeirra í gólfinu. Átta af tíu sigrum Maia eftir uppgjafartök í UFC hafa verið eftir „rear naked choke“ hengingu þegar hann nær baki andstæðingsins. Stærsti möguleiki Maia er því þegar hann kemst á bak andstæðingsins. Styrkleikar beggja eru í glímunni og vonandi fer bardaginn fram sem minnst í standandi viðureign. Glíma beggja er svo margfalt betra en boxið hjá þeim að það væri hreinlega synd ef bardaginn færi ekki í gólfið. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Singapúr á laugardaginn. Bardagakvöldið er á besta tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 12:00 á Stöð 2 Sport 2.
MMA Tengdar fréttir Askren: Ég myndi fara eins með Gunna og Maia gerði á sínum tíma Vísir fékk hinn skemmtilega Ben Askren í viðtal í O2 Arena í gær þegar hann var nýbúinn að fara á kostum á sviði hallarinnar þar sem áhorfendur máttu spyrja hann spjörunum úr. 16. mars 2019 13:30 Drullar yfir helstu stjörnur UFC Bardagakappinn Ben Askren er á leið yfir í UFC og þó svo hann sé ekki kominn þangað formlega er hann þegar búinn að skapa mikinn usla. 26. október 2018 14:00 Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé "The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti. 9. september 2019 22:45 Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. 7. júlí 2019 06:14 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Askren: Ég myndi fara eins með Gunna og Maia gerði á sínum tíma Vísir fékk hinn skemmtilega Ben Askren í viðtal í O2 Arena í gær þegar hann var nýbúinn að fara á kostum á sviði hallarinnar þar sem áhorfendur máttu spyrja hann spjörunum úr. 16. mars 2019 13:30
Drullar yfir helstu stjörnur UFC Bardagakappinn Ben Askren er á leið yfir í UFC og þó svo hann sé ekki kominn þangað formlega er hann þegar búinn að skapa mikinn usla. 26. október 2018 14:00
Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé "The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti. 9. september 2019 22:45
Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. 7. júlí 2019 06:14