Handbolti

Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sarah Bouktit var markahæst í liði Frakklands með 9 mörk.
Sarah Bouktit var markahæst í liði Frakklands með 9 mörk. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images

Frakkland tryggði sér þriðja sætið á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta með 33-31 sigri gegn Hollandi í framlengdum leik.

Frakkarnir eru vel að sigrinum komnir, þeir leiddu leikinn í upphafi og voru með fjögurra marka forystu í seinni hálfleik sem þeir misstu niður.

Holland barðist hins vegar hetjulega, enda á heimavelli í Rotterdam, og tókst að jafna leikinn þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir.

Draga þurfti því til framlengingar en þar var Frakkland sterkari aðilinn og vann að endingu þriggja marka sigur.

Frakkland er því bæði bronsverðlaunahafi og ríkjandi heimsmeistari, en aðeins í um tvo klukkutíma til viðbótar.

Þýskaland og Noregur mætast í úrslitaleik mótsins rétt á eftir. Þar gæti Noregur endurheimt heimsmeistaratitilinn sem Frakkland tók af þeim á síðasta móti og orðið fyrsta liðið til að ríkja sem heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×