Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 22:22 Pham Thi Tra My var 26 ára. Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03