„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 14:37 Seðlabanki Íslands kveðst hafa gert allt til þess að upplýsa málið. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum „enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra,“ eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðuneytið hefði vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Var það gert þar sem lekinn kunni að fela í sér refsiverð brot. Kom þar fram að rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans hefði leitt í ljós að starfsmaður bankans og fréttamaður RÚV áttu í samskiptum áður en húsleitin fór fram. „Nánar tiltekið fólust samskiptin í því að fréttamaðurinn sendi uppkast að frétt með tölvupósti þar sem húsleitarinnar var getið – daginn áður en hún fór fram. Rannsókn bankans sýndi hins vegar að þessum pósti var ekki svarað. Það er því ekkert sem liggur fyrir um að upplýsingum hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra. Forsætisráðuneytið upplýsti lögreglu um niðurstöður rannsóknar Seðlabankans hvað þetta varðar án þess þó að í því hafi falist nokkur efnisleg afstaða eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins,“ segir á vef bankans. Þar kemur jafnframt fram að málið sé litið mjög alvarlegum augum af hálfu Seðlabankans og að innan hans hafi allt verið gert til að upplýsa það. Þannig hafi forsætisráðherra og bankaráði Seðlabankans verið greint frá niðurstöðum innri endurskoðunar. Þá telur bankinn eðlilegt að forsætisráðuneytið hafi upplýst lögreglu um þær niðurstöður. „Jafnframt hefur forsvarsmönnum Samherja verið greint frá niðurstöðum rannsóknar innri endurskoðunar. Þau bréf sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlaumræðu eru málskjöl sem Seðlabankinn hefur að eigin frumkvæði lagt fram í því skaðabótamáli sem höfðað hefur verið vegna málareksturs bankans á hendur Samherja hf. Að öðru leyti telur Seðlabankinn rétt að frekari umfjöllun um málið eigi sér stað undir rekstri málsins hjá dómstólum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum „enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra,“ eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðuneytið hefði vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Var það gert þar sem lekinn kunni að fela í sér refsiverð brot. Kom þar fram að rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans hefði leitt í ljós að starfsmaður bankans og fréttamaður RÚV áttu í samskiptum áður en húsleitin fór fram. „Nánar tiltekið fólust samskiptin í því að fréttamaðurinn sendi uppkast að frétt með tölvupósti þar sem húsleitarinnar var getið – daginn áður en hún fór fram. Rannsókn bankans sýndi hins vegar að þessum pósti var ekki svarað. Það er því ekkert sem liggur fyrir um að upplýsingum hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra. Forsætisráðuneytið upplýsti lögreglu um niðurstöður rannsóknar Seðlabankans hvað þetta varðar án þess þó að í því hafi falist nokkur efnisleg afstaða eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins,“ segir á vef bankans. Þar kemur jafnframt fram að málið sé litið mjög alvarlegum augum af hálfu Seðlabankans og að innan hans hafi allt verið gert til að upplýsa það. Þannig hafi forsætisráðherra og bankaráði Seðlabankans verið greint frá niðurstöðum innri endurskoðunar. Þá telur bankinn eðlilegt að forsætisráðuneytið hafi upplýst lögreglu um þær niðurstöður. „Jafnframt hefur forsvarsmönnum Samherja verið greint frá niðurstöðum rannsóknar innri endurskoðunar. Þau bréf sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlaumræðu eru málskjöl sem Seðlabankinn hefur að eigin frumkvæði lagt fram í því skaðabótamáli sem höfðað hefur verið vegna málareksturs bankans á hendur Samherja hf. Að öðru leyti telur Seðlabankinn rétt að frekari umfjöllun um málið eigi sér stað undir rekstri málsins hjá dómstólum,“ segir í tilkynningu Seðlabankans.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02
Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02
Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30