Eldsvoði Árni Helgi Gunnlaugsson skrifar 28. október 2019 16:05 Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni í Mávahlíð Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00 Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim.
Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00
Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun