Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 15:44 Karl Bretaprins aðstoðar móður sína Elísabetu drottningu að fá sér sæti í þingsal í morgun. Vísir/EPA Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí. Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30
ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna