Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 15:44 Karl Bretaprins aðstoðar móður sína Elísabetu drottningu að fá sér sæti í þingsal í morgun. Vísir/EPA Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí. Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Nýr samningur við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands bar helst í stefnuskrá ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem Elísabet drottning lýsti við þingsetningu í morgun. Stefnan er enn sett á að Bretland gangi úr sambandinu í lok þessa mánaðar. Hefð er fyrir því að handhafi konungsvalds flytji nokkurs konar stefnuræðu forsætisráðherra við pomp og prakt við upphaf nýs þings. Elísabet drottning las þannig upp helstu stefnumál ríkisstjórnar Johnson þar sem farið var yfir fleiri en tuttugu þingmál, þar á meðal varðandi útgönguna úr Evrópusambandinu, í dag. „Forgangsmál ríkisstjórnar minnar hefur alltaf verið að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október,“ las drottningin upp úr ræðu sem ríkisstjórnin skrifaði fyrir hana. Ríkisstjórnin ætli að gera nýjan samning við Evrópusambandið sem byggi á „fríverslun og vinsamlegri samvinnu“. Verkamannaflokkurinn gagnrýndi stefnuskrána og fullyrti að drottningin hefði verið notuð til að koma á framfæri kosningaloforðum Íhaldsflokks Johnson, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings fyrr en síðar á Bretlandi. „Það hefur aldrei verið eins mikill farsi og ríkisstjórn með meirihluta mínus 45 sæti og 100% taphrinu í neðri deildinni sem leggur fram þingmálaskrá sem hún veit að þetta þing getur ekki afgreitt,“ sagði Corbyn. Hann væri til í að samþykkja kosningar þegar búið væri að útiloka að Johnson drægi Bretland úr ESB án samnings. Johnson fer fyrir minnihlutastjórn og tapaði öllum atkvæðagreiðslum í þinginu frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra í júlí.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13. október 2019 16:23
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30
ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40