Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2019 22:15 Sveitabærinn sem fjölskyldan hélt til á. epa/Wilbert Bijzitter Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan. Holland Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan.
Holland Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira