Réttur til að eignast félagslegt leiguhúsnæði Egill Þór Jónsson skrifar 19. október 2019 14:23 Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar