Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 19:07 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnvöld verða að leysa úr bótamálum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Vísir/Vilhelm Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55