Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2019 14:47 Sigríður Á. Andersen sér ekki mikið vit í fjölmiðlafrumvarpi Lilju Daggar. fbl/anton brink „Eru fjölmiðlar líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir eru á slíkum fóðrum?“ spyr Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sinni segir Sigríður að þeirri tilhugsun að ríkið styrki fjölmiðla með beinum hætti: Að „hið svokallaða fjórða vald verði háð ríkinu á þennan hátt. Fjölmiðlar munu árlega þurfa að blanda sér í baráttuna um úthlutunarreglurnar og sækja að því búnu sameiginlega að fjárveitingavaldinu um að auka framlögin frá skattgreiðendum.“Mikil andstaða innan þingflokks Sjálfstæðismanna Þessi pistill, sem er undir fyrirsögninni „Valdið fóðrað“, sýnir glögglega að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er mikil andstaða við fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í samtölum sem Vísir hefur átt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins er það fullyrt að frumvarpið fari aldrei óbreytt í gegnum þingflokkinn. Það hlýtur að reyna á stjórnarsamstarfið, ef Lilja þarf að sækja fylgi við frumvarp sitt til þingmanna stjórnarandstöðunnar. Svo virðist sem málið sé komið í hnút. Meðal þeirra þingmanna sem sett hefur fram svipuð sjónarmið og Sigríður gerir nú er Óli Björn Kárason sem vill draga verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins, í það minnsta að það hverfi af auglýsingamarkaði. Sigríður talar eins og þetta sé ekki frágengið, þó frá því hafi verið greint að ríkisstjórnin hafi síðastliðið vor samþykkt það fyrir sína parta. Hún vill rekja vandræði einkarekinna miðla til stöðu ríkisins á markaði. Ríkið fyrirferðarmikið á markaði „Nú eru uppi hugmyndir um að íslenskir fjölmiðlar fari sömu leið og flokkarnir og verði upp á framlög úr ríkissjóði komnir. Hugmyndin kemur svo sem ekki upp úr þurru. Frjálsu fjölmiðlarnir eiga við ofurefli að etja gagnvart Ríkisútvarpinu. RÚV fær nokkur þúsund milljónir á ári frá almenningi óháð því hvort menn nýta sér þjónustu þess. Ríkisfyrirtækið nýtir þessa forgjöf einnig til að draga til sín auglýsingatekjur.“ Sigríður segir að í stað þess að laga þetta óréttlæti gagnvart almenningi og einkareknu miðlunum með því að draga úr þvinguðum framlögum almennings til Ríkisútvarpsins vilja sumir stjórnmálamenn nú bæta í óréttlætið gagnvart skattgreiðendum. „Það á að gera með því að skattgreiðendur verði einnig þvingaðir til að gerast styrktarmenn hjá alls kyns einkareknum miðlum, dagblöðum, útvarpsstöðvum og bloggsíðum.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
„Eru fjölmiðlar líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir eru á slíkum fóðrum?“ spyr Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sinni segir Sigríður að þeirri tilhugsun að ríkið styrki fjölmiðla með beinum hætti: Að „hið svokallaða fjórða vald verði háð ríkinu á þennan hátt. Fjölmiðlar munu árlega þurfa að blanda sér í baráttuna um úthlutunarreglurnar og sækja að því búnu sameiginlega að fjárveitingavaldinu um að auka framlögin frá skattgreiðendum.“Mikil andstaða innan þingflokks Sjálfstæðismanna Þessi pistill, sem er undir fyrirsögninni „Valdið fóðrað“, sýnir glögglega að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er mikil andstaða við fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í samtölum sem Vísir hefur átt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins er það fullyrt að frumvarpið fari aldrei óbreytt í gegnum þingflokkinn. Það hlýtur að reyna á stjórnarsamstarfið, ef Lilja þarf að sækja fylgi við frumvarp sitt til þingmanna stjórnarandstöðunnar. Svo virðist sem málið sé komið í hnút. Meðal þeirra þingmanna sem sett hefur fram svipuð sjónarmið og Sigríður gerir nú er Óli Björn Kárason sem vill draga verulega úr umsvifum Ríkisútvarpsins, í það minnsta að það hverfi af auglýsingamarkaði. Sigríður talar eins og þetta sé ekki frágengið, þó frá því hafi verið greint að ríkisstjórnin hafi síðastliðið vor samþykkt það fyrir sína parta. Hún vill rekja vandræði einkarekinna miðla til stöðu ríkisins á markaði. Ríkið fyrirferðarmikið á markaði „Nú eru uppi hugmyndir um að íslenskir fjölmiðlar fari sömu leið og flokkarnir og verði upp á framlög úr ríkissjóði komnir. Hugmyndin kemur svo sem ekki upp úr þurru. Frjálsu fjölmiðlarnir eiga við ofurefli að etja gagnvart Ríkisútvarpinu. RÚV fær nokkur þúsund milljónir á ári frá almenningi óháð því hvort menn nýta sér þjónustu þess. Ríkisfyrirtækið nýtir þessa forgjöf einnig til að draga til sín auglýsingatekjur.“ Sigríður segir að í stað þess að laga þetta óréttlæti gagnvart almenningi og einkareknu miðlunum með því að draga úr þvinguðum framlögum almennings til Ríkisútvarpsins vilja sumir stjórnmálamenn nú bæta í óréttlætið gagnvart skattgreiðendum. „Það á að gera með því að skattgreiðendur verði einnig þvingaðir til að gerast styrktarmenn hjá alls kyns einkareknum miðlum, dagblöðum, útvarpsstöðvum og bloggsíðum.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent