„Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði“ Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2019 12:02 Kolbeinn og Óli Björn tókust á um Ríkisútvarpið í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn. Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
„Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn.
Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45