„Í góðum farvegi“ Eyþór Arnalds skrifar 10. september 2019 07:00 Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að 15% minnkun ferðatíma sem er fyrirsjáanleg með kerfinu myndi spara 80 milljarða. En hvað var gert? Tillögunni var vísað frá. Meirihlutinn segir þessi mál vera í „góðum farvegi“. En hvernig er þessi farvegur? Jú, síðasta útboð fór af stað fyrir 15 árum, en þá voru snjallsímarnir ekki komnir fram. Ekkert frekar en sú tækni sem hér um ræðir. Aðrar borgir bjóða út svona kerfi á fjögurra ára fresti. Búið er að skoða eitt og annað „í farveginum“ hjá borginni, en ekkert verið ákveðið. Á sama tíma hefur umferðin þyngst verulega og hlutfall einkabíla vaxið mikið. Það er rýr árangur. Svipað er að sjá með rekstur borgarinnar. Þar ætla menn að læra af mistökunum. Það gengur fremur hægt eins og sjá má af síendurteknum svipuðum mistökum. Bragginn, framúrkeyrslan í Félagsbústöðum og nú áætlanagerð Sorpu eru skýrt mynstur óstjórnar. Sífellt er talað um að læra af mistökunum en það virðist ganga hægt. Það er ekki góður farvegur. Stjórnkerfið skilar ekki svörum og íbúarnir verða að sætta sig við að málin séu „í farvegi“. En langur er sá farvegur. Stundum er hollara að líta í spegil og játa það að „góði farvegurinn“ er kannski ekki svo góður eftir allt saman. Að minnsta kosti þarf góður árfarvegur að skila sínu en ekki vera stíflaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að 15% minnkun ferðatíma sem er fyrirsjáanleg með kerfinu myndi spara 80 milljarða. En hvað var gert? Tillögunni var vísað frá. Meirihlutinn segir þessi mál vera í „góðum farvegi“. En hvernig er þessi farvegur? Jú, síðasta útboð fór af stað fyrir 15 árum, en þá voru snjallsímarnir ekki komnir fram. Ekkert frekar en sú tækni sem hér um ræðir. Aðrar borgir bjóða út svona kerfi á fjögurra ára fresti. Búið er að skoða eitt og annað „í farveginum“ hjá borginni, en ekkert verið ákveðið. Á sama tíma hefur umferðin þyngst verulega og hlutfall einkabíla vaxið mikið. Það er rýr árangur. Svipað er að sjá með rekstur borgarinnar. Þar ætla menn að læra af mistökunum. Það gengur fremur hægt eins og sjá má af síendurteknum svipuðum mistökum. Bragginn, framúrkeyrslan í Félagsbústöðum og nú áætlanagerð Sorpu eru skýrt mynstur óstjórnar. Sífellt er talað um að læra af mistökunum en það virðist ganga hægt. Það er ekki góður farvegur. Stjórnkerfið skilar ekki svörum og íbúarnir verða að sætta sig við að málin séu „í farvegi“. En langur er sá farvegur. Stundum er hollara að líta í spegil og játa það að „góði farvegurinn“ er kannski ekki svo góður eftir allt saman. Að minnsta kosti þarf góður árfarvegur að skila sínu en ekki vera stíflaður.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar