Verðmunur á nýjum og gömlum íbúðum kominn niður í níu prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 08:31 Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira