Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Andri Eysteinsson skrifar 11. september 2019 19:55 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira