Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 16:30 Sigmundur Davíð minntist ekki á Petteri Taalas, yfirmann WMO, með nafni en virðist hafa vitnað til umfjöllunar um viðtal við hann í Finnlandi. Taalas segir ummælin sín þar hafa verið afbökuð. Vísir/EPA Yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir fjölmiðla hafa afbakað ummæli sín í nýlegu viðtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist vísa til afbakaðrar umfjöllunar um ummælin í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Í ræðu sinni fullyrti Sigmundur Davíð að Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefði „varað nýverið við ofstæki í loftslagsmálum“ þegar hann gagnrýndi forsætisráðherra fyrir nálgun sína á þau. Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér athugasemd í morgun vegna þeirra umæla þar sem þau sökuðu Sigmund Davíð um að vitna til þekktra breskra „loftslagssvindlara“, samtaka sem afneiti vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Sigmundur Davíð hafnaði því í færslu sem hann skrifaði á Facebook að hann hafi vitnað í bresku samtökin. Sagðist hann hafa upplýsingarnar frá Sameinuðu þjóðunum. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Jón Pétursson, aðstoðarmaður hans, sagðist ekki geta tjáð sig um ummæli Sigmundar Davíðs um Alþjóðaveðurfræðistofnunina eða yfirlýsingu yfirmanns hennar um að orð hans hafi verið mistúlkuð, þar sem hann hefði ekki séð þau. Gat hann ekki svarað því hvort Sigmundur Davíð gæfi kost á viðtali um málið í dag.Svo virðist sem heimild Sigmundar Davíð fyrir að Alþjóðaveðurfræðistofnunin varaði við ofstæki í loftslagsmálum hafi verið endursögn vefsíðunnar Viljans á grein í bandarískum miðli sem er full af rangfærslum um loftslagsvísindi.SkjáskotViðtal í Finnlandi afbakað á vef vafasams dagblaðs Svo virðist þó sem að Sigmundur Davíð hafi með ummælum sínum um Alþjóðaveðurfræðistofnunina vísað til endursagnar vefsíðunnar Viljans á grein bandaríska blaðsins Epoch Times á mánudag. Hún fjallaði um ummæli Petteri Taalas, yfirmanns WMO undir þeim formerkjum að hann hafi „skammað loftslagshrakspámenn“ í viðtali við finnska blaðið Talouselämä sem birtist í síðustu viku. Viðtalið er aðeins aðgengilegt á finnsku. Sigmundur Davíð hlekkjaði á færslu Viljans í Facebook-færslu sinni í dag. Grein Epoch Times sem Viljinn byggir á er full af rangfærslum um loftslagsmál. Blaðið hefur í gegnum tíðina jafnframt verið sakað um að dreifa ýmis konar samsæriskenningum. Enginn er skrifaður fyrir endursögn Viljans á greininni heldur er hún merkt „ritstjórn“. Björn Ingi Hrafnsson, sem vildi sameina stjórnmálaframboð sitt Miðflokki Sigmundar Davíðs árið 2017, er skráður ritstjóri vefsíðunnar. Í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu WMO í dag segir Taalas sjálfur að umfjallanir fjölmiðla um að hann eigi að hafa efast um áherslu heimsbyggðarinnar á róttækar loftslagsaðgerðir í viðtali í heimalandinu hafi byggst á valkvæðri túlkun á ummælunum og afstöðu hans til magra ára. Hann nefndi Epoch Times ekki sérstaklega en blaðið er eitt fárra miðla sem höfðu fjallað um finnska viðtalið. Taalas segist hafa lagt áherslu á að loftslagsaðgerðir þurfi að hvíla á grunni vísinda í viðtalinu. Þau sýni að loftslag jarðar sé að breytast og að menn eigi stóra sök á því. „Aftur á móti benti ég að grafið er undan vísindalegri nálgun þegar staðreyndir eru teknar úr samhengi til að réttlæta öfgakenndar aðgerðir í nafni loftslagsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu Taalas. Áréttaði Taalas að áskoranirnar við að ná tökum á loftslagsbreytingum væru gríðarlegar og brýnt væri að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Í viðtalinu undirstrikaði ég hins vegar að við megum ekki verða örvæntingu að bráð í ljósi þess að skynsamlegar, sáttamiðaðar lausnir standa alþjóðasamfélaginu, ríkisstjórnum og félagasamtökum til boða,“ segir Taalas. Lesa má yfirlýsingu hans á íslensku á vefsíðu upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu hér.Sigmundur Davíð gagnrýndi forsætisráðherra vegna loftslagsmála eftir stefnuræðu hans í gærkvöldi.Vísir/vilhelmTelur Sigmund draga sömu ályktanir og öfgamenn Spurður út í yfirlýsingu Náttúruverndarsamtakanna í morgun segir Árni Finnsson, framkvæmdastjóri þeirra, að hann hafi aðeins séð umfjöllun um viðtali við Taalas hjá bresku Global Warming Policy Forum sem séu þekkt fyrir afneitun á loftslagsvísindum og síðar Epoch Times. Hann hafi því ályktað að Sigmundur Davíð hefði haft upplýsingar sínar frá bresku samtökunum. Í ljósi þess að Sigmundur Davíð hafnar því að kannast við bresku samtökin segir Árni að hann dragi í það minnsta sömu ályktanir af viðtalinu við Taalas og öfgamenn sem afneita loftslagsbreytingum. Sigmundur Davíð sakaði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt um að fara með rangt mál um að fellibyljir séu orðnir tíðari og öflugri en áður í ræðu sinni á þingi í gær. Fullyrti miðflokksmaðurinn að tjón af völdum þeirra væri aðeins meira nú þar sem byggð væri orðin meiri á svæðum þar sem fellibylir eru algengastir. Á vefsíðu WMO kemur fram að þó að loftslagslíkön bendi til þess að hitabeltislægðum og fellibyljum gæti fækkað á heimsvísu gæti styrkur þeirra aukist. Hlutfall fellibylja sem ná fjórða og fimmta stigi aukist líklega vegna hlýnunar af völdum manna. Minni vissa ríki um þróun í fjölda öflugustu fellibyljanna. Varað er við að aukinn úrkomuákafi og hærri sjávarstaða vegna hlýnunar eigi eftir að ágera áhrif fellibylja í framtíðinni. Í Facebook-færslu sinni í dag talaði Sigmundur Davíð sjálfur um að hann hefði sagt það rangt að „hvirfilbyljir“ væru orðnir stærri og fleiri en áður. Virðist hann þar hafa átt við fellibyli. Vitnaði Sigmundur Davíð einnig í Björn Lomborg sem eina heimild sína um loftslagsmál og lýsti honum sem „mikils metnum víða um heim“. Lomborg er danskur stjórnmálafræðingur sem er þekktur fyrir að gera lítið úr mikilvægi loftslagsaðgerða, oft með því að vísa í misvísandi tölfræði og túlkun á opinberum skýrslum. Lomborg hefur enga þjálfun í loftslagsvísindum og hefur ekki birt neinar ritrýndar greinar um þau. „Það er hneisa að formaður Miðflokksins líti á Lomborg sem vísindamann í loftslagsmálum,“ segir Árni frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir fjölmiðla hafa afbakað ummæli sín í nýlegu viðtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist vísa til afbakaðrar umfjöllunar um ummælin í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Í ræðu sinni fullyrti Sigmundur Davíð að Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefði „varað nýverið við ofstæki í loftslagsmálum“ þegar hann gagnrýndi forsætisráðherra fyrir nálgun sína á þau. Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér athugasemd í morgun vegna þeirra umæla þar sem þau sökuðu Sigmund Davíð um að vitna til þekktra breskra „loftslagssvindlara“, samtaka sem afneiti vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Sigmundur Davíð hafnaði því í færslu sem hann skrifaði á Facebook að hann hafi vitnað í bresku samtökin. Sagðist hann hafa upplýsingarnar frá Sameinuðu þjóðunum. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Jón Pétursson, aðstoðarmaður hans, sagðist ekki geta tjáð sig um ummæli Sigmundar Davíðs um Alþjóðaveðurfræðistofnunina eða yfirlýsingu yfirmanns hennar um að orð hans hafi verið mistúlkuð, þar sem hann hefði ekki séð þau. Gat hann ekki svarað því hvort Sigmundur Davíð gæfi kost á viðtali um málið í dag.Svo virðist sem heimild Sigmundar Davíð fyrir að Alþjóðaveðurfræðistofnunin varaði við ofstæki í loftslagsmálum hafi verið endursögn vefsíðunnar Viljans á grein í bandarískum miðli sem er full af rangfærslum um loftslagsvísindi.SkjáskotViðtal í Finnlandi afbakað á vef vafasams dagblaðs Svo virðist þó sem að Sigmundur Davíð hafi með ummælum sínum um Alþjóðaveðurfræðistofnunina vísað til endursagnar vefsíðunnar Viljans á grein bandaríska blaðsins Epoch Times á mánudag. Hún fjallaði um ummæli Petteri Taalas, yfirmanns WMO undir þeim formerkjum að hann hafi „skammað loftslagshrakspámenn“ í viðtali við finnska blaðið Talouselämä sem birtist í síðustu viku. Viðtalið er aðeins aðgengilegt á finnsku. Sigmundur Davíð hlekkjaði á færslu Viljans í Facebook-færslu sinni í dag. Grein Epoch Times sem Viljinn byggir á er full af rangfærslum um loftslagsmál. Blaðið hefur í gegnum tíðina jafnframt verið sakað um að dreifa ýmis konar samsæriskenningum. Enginn er skrifaður fyrir endursögn Viljans á greininni heldur er hún merkt „ritstjórn“. Björn Ingi Hrafnsson, sem vildi sameina stjórnmálaframboð sitt Miðflokki Sigmundar Davíðs árið 2017, er skráður ritstjóri vefsíðunnar. Í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu WMO í dag segir Taalas sjálfur að umfjallanir fjölmiðla um að hann eigi að hafa efast um áherslu heimsbyggðarinnar á róttækar loftslagsaðgerðir í viðtali í heimalandinu hafi byggst á valkvæðri túlkun á ummælunum og afstöðu hans til magra ára. Hann nefndi Epoch Times ekki sérstaklega en blaðið er eitt fárra miðla sem höfðu fjallað um finnska viðtalið. Taalas segist hafa lagt áherslu á að loftslagsaðgerðir þurfi að hvíla á grunni vísinda í viðtalinu. Þau sýni að loftslag jarðar sé að breytast og að menn eigi stóra sök á því. „Aftur á móti benti ég að grafið er undan vísindalegri nálgun þegar staðreyndir eru teknar úr samhengi til að réttlæta öfgakenndar aðgerðir í nafni loftslagsaðgerða,“ segir í yfirlýsingu Taalas. Áréttaði Taalas að áskoranirnar við að ná tökum á loftslagsbreytingum væru gríðarlegar og brýnt væri að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Í viðtalinu undirstrikaði ég hins vegar að við megum ekki verða örvæntingu að bráð í ljósi þess að skynsamlegar, sáttamiðaðar lausnir standa alþjóðasamfélaginu, ríkisstjórnum og félagasamtökum til boða,“ segir Taalas. Lesa má yfirlýsingu hans á íslensku á vefsíðu upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu hér.Sigmundur Davíð gagnrýndi forsætisráðherra vegna loftslagsmála eftir stefnuræðu hans í gærkvöldi.Vísir/vilhelmTelur Sigmund draga sömu ályktanir og öfgamenn Spurður út í yfirlýsingu Náttúruverndarsamtakanna í morgun segir Árni Finnsson, framkvæmdastjóri þeirra, að hann hafi aðeins séð umfjöllun um viðtali við Taalas hjá bresku Global Warming Policy Forum sem séu þekkt fyrir afneitun á loftslagsvísindum og síðar Epoch Times. Hann hafi því ályktað að Sigmundur Davíð hefði haft upplýsingar sínar frá bresku samtökunum. Í ljósi þess að Sigmundur Davíð hafnar því að kannast við bresku samtökin segir Árni að hann dragi í það minnsta sömu ályktanir af viðtalinu við Taalas og öfgamenn sem afneita loftslagsbreytingum. Sigmundur Davíð sakaði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt um að fara með rangt mál um að fellibyljir séu orðnir tíðari og öflugri en áður í ræðu sinni á þingi í gær. Fullyrti miðflokksmaðurinn að tjón af völdum þeirra væri aðeins meira nú þar sem byggð væri orðin meiri á svæðum þar sem fellibylir eru algengastir. Á vefsíðu WMO kemur fram að þó að loftslagslíkön bendi til þess að hitabeltislægðum og fellibyljum gæti fækkað á heimsvísu gæti styrkur þeirra aukist. Hlutfall fellibylja sem ná fjórða og fimmta stigi aukist líklega vegna hlýnunar af völdum manna. Minni vissa ríki um þróun í fjölda öflugustu fellibyljanna. Varað er við að aukinn úrkomuákafi og hærri sjávarstaða vegna hlýnunar eigi eftir að ágera áhrif fellibylja í framtíðinni. Í Facebook-færslu sinni í dag talaði Sigmundur Davíð sjálfur um að hann hefði sagt það rangt að „hvirfilbyljir“ væru orðnir stærri og fleiri en áður. Virðist hann þar hafa átt við fellibyli. Vitnaði Sigmundur Davíð einnig í Björn Lomborg sem eina heimild sína um loftslagsmál og lýsti honum sem „mikils metnum víða um heim“. Lomborg er danskur stjórnmálafræðingur sem er þekktur fyrir að gera lítið úr mikilvægi loftslagsaðgerða, oft með því að vísa í misvísandi tölfræði og túlkun á opinberum skýrslum. Lomborg hefur enga þjálfun í loftslagsvísindum og hefur ekki birt neinar ritrýndar greinar um þau. „Það er hneisa að formaður Miðflokksins líti á Lomborg sem vísindamann í loftslagsmálum,“ segir Árni frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.
Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira