Fyrrum leikmaður Rangers og hollenska landsliðsins lést aðeins 43 ára gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:45 Fernando Ricksen með eiginkonunni Veroniku og dótturinni Ísabellu. Vísir/VI Images Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi. Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi.
Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira