„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 11:09 Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran. AP/Vincent Thian Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og segir að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. Zarif sagði þó Írana vonast til þess að komast hjá átökum og sagði þá tilbúna til viðræðna við yfirvöld Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þetta kom fram í viðtali Zarfi á CNN þar sem ítrekaði að yfirvöld Íran hefðu ekki komið að árásinni á stærstu olíuvinnslustöð heims, sem er í Sádi-Arabíu, um helgina. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Bæði Bandaríkjamenn og Sádar saka Írana þó um aðkomu að árásinni. Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu hélt blaðamannafund í gær þar sem embættismenn sögðu brak sýna fram á að vopnin sem beitt var hafi verið framleidd í Íran. Þar að auki hafi vopnunum ekki verið skotið frá Jemen, heldur einhvers staðar norður af Sádi-Arabíu.Sjá einnig: Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunumZarif sagði að Hútar hefðu aukið hernaðargetu sína verulega og gætu framkvæmt árásir sem þessar. Íranar hafa lengi verið sakaðir um að útvega Hútum vopn eins og eldflaugar sem þeir hafa notað til að skjóta á Sádi-Arabíu. Ráðherrann gat þó ekki fært sannanir fyrir því að Hútar hefðu framkvæmt árásina. Hann sagðist þó vita að Íranar hefðu ekki gert það og að Hútar segðust hafa gert það..@npwcnn: What would be the consequence of an American or Saudi military strike on Iran now? Iran Foreign Minister Javad Zarif: An all-out war. More: https://t.co/PllvEJnYBjpic.twitter.com/L8rwbEwI3d — CNN International (@cnni) September 19, 2019 Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Fyrr í vikunni sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að herafli Bandaríkin væru til í slaginn og væru að bíða eftir viðbrögðum frá Sádi-Arabíu. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi beðið yfirmenn hersins um að skipuleggja mögulegar árásir á Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuZarif sagði að allar árásir á Íran myndu valda miklu mannfalli. Íranar myndu ekki hika við að verja land þeirra. Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Orkumálaráðherra Írans ósáttur vegna ásakana Bandaríkjamanna um árás á Sádi-Arabíu. Fer fram á fordæmingu vegna "efnahagshryðjuverka“. 16. september 2019 19:00 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og segir að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. Zarif sagði þó Írana vonast til þess að komast hjá átökum og sagði þá tilbúna til viðræðna við yfirvöld Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þetta kom fram í viðtali Zarfi á CNN þar sem ítrekaði að yfirvöld Íran hefðu ekki komið að árásinni á stærstu olíuvinnslustöð heims, sem er í Sádi-Arabíu, um helgina. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Bæði Bandaríkjamenn og Sádar saka Írana þó um aðkomu að árásinni. Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu hélt blaðamannafund í gær þar sem embættismenn sögðu brak sýna fram á að vopnin sem beitt var hafi verið framleidd í Íran. Þar að auki hafi vopnunum ekki verið skotið frá Jemen, heldur einhvers staðar norður af Sádi-Arabíu.Sjá einnig: Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunumZarif sagði að Hútar hefðu aukið hernaðargetu sína verulega og gætu framkvæmt árásir sem þessar. Íranar hafa lengi verið sakaðir um að útvega Hútum vopn eins og eldflaugar sem þeir hafa notað til að skjóta á Sádi-Arabíu. Ráðherrann gat þó ekki fært sannanir fyrir því að Hútar hefðu framkvæmt árásina. Hann sagðist þó vita að Íranar hefðu ekki gert það og að Hútar segðust hafa gert það..@npwcnn: What would be the consequence of an American or Saudi military strike on Iran now? Iran Foreign Minister Javad Zarif: An all-out war. More: https://t.co/PllvEJnYBjpic.twitter.com/L8rwbEwI3d — CNN International (@cnni) September 19, 2019 Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Fyrr í vikunni sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að herafli Bandaríkin væru til í slaginn og væru að bíða eftir viðbrögðum frá Sádi-Arabíu. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi beðið yfirmenn hersins um að skipuleggja mögulegar árásir á Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuZarif sagði að allar árásir á Íran myndu valda miklu mannfalli. Íranar myndu ekki hika við að verja land þeirra.
Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Orkumálaráðherra Írans ósáttur vegna ásakana Bandaríkjamanna um árás á Sádi-Arabíu. Fer fram á fordæmingu vegna "efnahagshryðjuverka“. 16. september 2019 19:00 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00
Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Orkumálaráðherra Írans ósáttur vegna ásakana Bandaríkjamanna um árás á Sádi-Arabíu. Fer fram á fordæmingu vegna "efnahagshryðjuverka“. 16. september 2019 19:00
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54