Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. september 2019 07:42 Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Vísir/AP Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki á Bahama-eyjaklasanum eftir að fellibylurinn Dorian lagði þar allt í rúst. Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Umfang eyðileggingarinnar liggur í raun ekki fyrir enn en Mannis sagði þetta vera eitt alvarlegasta neyðaratvik sem eyjaklasinn hefði gengið í gegnum. Þegar Dorian skall á eyjunni Abaco var vindhraðinn slíkur að áður hafði ekki sést á mælum og fór Abaco, ásamt stærstu eyjunni Grand Bahama, sérstaklega illa út úr hamförunum. Talskona hjálparsamtaka sem hefur verið í sambandi við fólk á Abaco segir ástandið hrikalegt og jafnast á við Ragnarök. Mjög hefur dregið af Dorian þar sem hann þokast í norður en hann ógnar þó enn austurströnd Bandaríkjanna. Og þótt dregið hafi úr vindstyrknum þá hefur stormsvæðið breitt úr sér. Björgunarfólk hefur notast við ýmsar leiðir við störf sín og hefur einnig verið unnið að því að koma matvælum og nauðsynjum til strandaglópa. Vegir eru víða ófærir og hefur því mikið verið notast við þyrlur, sæþotur og jarðýtur. „Eyðileggingin er algjör,“ sagði Lia Head-Rigby, forsvarsmaður hjálparsamtaka, við AP fréttaveituna eftir að hún flaug yfir Abaco. „Þetta er ekki spurning um að endurbyggja eitthvað, heldur þurfum við að byrja alveg upp á nýtt.“Hún sagði hjálparstarfsmenn sína hafa sagt henni að mun fleiri hefðu látið lífið en búið væri að staðfesta þó hún hafði ekki nánari upplýsingar.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. 3. september 2019 23:21
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18