Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 20:09 Reuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. AP/Dmitri Lovetsky Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir. Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir.
Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45
Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32