Allrahanda tapaði hálfum milljarði Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 08:15 Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Allrahanda. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum á síðast ári. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn um endurskipulagningu lána. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Tap Allrahanda jókst verulega á milli ára en það nam 195 milljónum árið 2017. Tekjur námu 3 milljörðum króna og drógust saman um 19 prósent. Rekstrargjöld námu hins vegar 3,4 milljörðum og drógust saman um tæp 14 prósent. Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið féð 473 milljónum. Stærsti hluthafi Allrahanda með 49 prósenta hlut er fjárfestingarfélagið Akur og eru helstu hluthafar þess lífeyrissjóðir. Stofnendurnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson eiga hvor 25 prósenta hlut. Í ársreikningi kemur fram að skammtímaskuldir hafi verið hærri en veltufjármunir í lok síðasta árs en um mitt árið fóru stjórnendur félagsins í endurskipulagningu á rekstrinum til að jafna rekstrarhallann. „Sú vinna heldur áfram 2019 og mun koma til með að skila hagstæðari afkomu,“ segir í reikningnum. Þá kemur fram að á þessu ári hafi hluthafar félagsins komið með aukið fjármagn og að samningar við viðskiptabanka félagsins um endurskipulagningu lána séu í vinnslu. „Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnist hafa á árinu 2019 að framtíðarhorfur félagsins eru jákvæðar.“ Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest tilkynntu í júlí að félögin hefðu sent Samkeppniseftirlitinu greinargerð um fyrirhugaða sameiningu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum á síðast ári. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn um endurskipulagningu lána. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Tap Allrahanda jókst verulega á milli ára en það nam 195 milljónum árið 2017. Tekjur námu 3 milljörðum króna og drógust saman um 19 prósent. Rekstrargjöld námu hins vegar 3,4 milljörðum og drógust saman um tæp 14 prósent. Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið féð 473 milljónum. Stærsti hluthafi Allrahanda með 49 prósenta hlut er fjárfestingarfélagið Akur og eru helstu hluthafar þess lífeyrissjóðir. Stofnendurnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson eiga hvor 25 prósenta hlut. Í ársreikningi kemur fram að skammtímaskuldir hafi verið hærri en veltufjármunir í lok síðasta árs en um mitt árið fóru stjórnendur félagsins í endurskipulagningu á rekstrinum til að jafna rekstrarhallann. „Sú vinna heldur áfram 2019 og mun koma til með að skila hagstæðari afkomu,“ segir í reikningnum. Þá kemur fram að á þessu ári hafi hluthafar félagsins komið með aukið fjármagn og að samningar við viðskiptabanka félagsins um endurskipulagningu lána séu í vinnslu. „Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnist hafa á árinu 2019 að framtíðarhorfur félagsins eru jákvæðar.“ Allrahanda og Reykjavík Sightseeing Invest tilkynntu í júlí að félögin hefðu sent Samkeppniseftirlitinu greinargerð um fyrirhugaða sameiningu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira