Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 12:00 Alma D. Möller er landlæknir en embættið fór í úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma í ljósi ábendinga frá notendum. Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi sé 30 dagar. Samkvæmt tilkynningu á vef landlæknis var farið í úttektina í ljósi ábendinga sem borist höfðu embætti landlæknis frá notendum heilbrigðisþjónustu. Við gerð úttektarinnar var stuðst við margvísleg gögn sem og upplýsingar sem fengust með viðtölum við hlutaðeigandi aðila. Í tilkynningunni segir: „Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú 2-12 mánuðir sem er mun lengri en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Slíkt getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði notenda þjónustunnar. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf er á að jafna það. Ráðgjafarsími göngudeildar gigtar er mikilvægur stuðningur við starf lækna utan deildarinnar og jafnar þannig aðgengi og eykur gæði þjónustunnar en hlutverk deildarinnar í heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu við gigtarsjúklinga er þó ekki nógu vel skilgreint. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi og skoða þarf það sérstaklega. Þá kom einnig greinilega fram að þörf er á heildstæðara skipulagi þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma og skýrari verkaskiptingu til þess að efla flæði og samstarf milli veitenda þjónustunnar. Brýnt er að slík verkaskipting sé veitendum og notendum þjónustunnar kunn til að koma í veg fyrir óþarfa bið og sóun.“ Ábendingar embættis landlæknis vegna málsins eru margvíslegar og snúa að ýmsum aðilum innan heilbrigðiskerfisins sem sinna gigtveikum:Heilbrigðisráðuneyti• Efla aðgengi sjúklinga með gigtarsjúkdóma að göngudeildarþjónustu, hvort heldur er að göngudeild gigtar LSH eða starfstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna.• Jafna aðgengi að þjónustu eftir búsetu sjúklinga svo sem með fjarheilbrigðisþjónustu eða skipulagningu þjónustu í heimabyggð.• Skipuleggja vinnustofu með fulltrúum þjónustuveitenda, fulltrúum notenda, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðuneyti og e.t.v. fleiri aðilum með það í huga að sameinast um skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.• Efla þjónustu við börn með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi.Göngudeild gigtar LSH• Skilgreina hlutverk göngudeildarinnar enn frekar til að hámarka skilvirkni og lágmarka sóun.Sjálfstætt starfandi gigtarlæknar• Huga að uppbyggingu þverfaglegrar þjónustu.Heilsugæsla• Auka þátt heilsugæslunnar í meðferð sjúklinga með gigtarsjúkdóma, meðal annars með aðkomu þverfaglegs teymis.Þá var þeirri sameiginlegu ábendingu beint til göngudeildar gigtar LSH, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar að valdefla einstaklinga með gigtarsjúkdóma með fræðslu um heilsulæsi, heilsueflingu og skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma. Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi sé 30 dagar. Samkvæmt tilkynningu á vef landlæknis var farið í úttektina í ljósi ábendinga sem borist höfðu embætti landlæknis frá notendum heilbrigðisþjónustu. Við gerð úttektarinnar var stuðst við margvísleg gögn sem og upplýsingar sem fengust með viðtölum við hlutaðeigandi aðila. Í tilkynningunni segir: „Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú 2-12 mánuðir sem er mun lengri en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Slíkt getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði notenda þjónustunnar. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf er á að jafna það. Ráðgjafarsími göngudeildar gigtar er mikilvægur stuðningur við starf lækna utan deildarinnar og jafnar þannig aðgengi og eykur gæði þjónustunnar en hlutverk deildarinnar í heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu við gigtarsjúklinga er þó ekki nógu vel skilgreint. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi og skoða þarf það sérstaklega. Þá kom einnig greinilega fram að þörf er á heildstæðara skipulagi þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma og skýrari verkaskiptingu til þess að efla flæði og samstarf milli veitenda þjónustunnar. Brýnt er að slík verkaskipting sé veitendum og notendum þjónustunnar kunn til að koma í veg fyrir óþarfa bið og sóun.“ Ábendingar embættis landlæknis vegna málsins eru margvíslegar og snúa að ýmsum aðilum innan heilbrigðiskerfisins sem sinna gigtveikum:Heilbrigðisráðuneyti• Efla aðgengi sjúklinga með gigtarsjúkdóma að göngudeildarþjónustu, hvort heldur er að göngudeild gigtar LSH eða starfstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna.• Jafna aðgengi að þjónustu eftir búsetu sjúklinga svo sem með fjarheilbrigðisþjónustu eða skipulagningu þjónustu í heimabyggð.• Skipuleggja vinnustofu með fulltrúum þjónustuveitenda, fulltrúum notenda, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðuneyti og e.t.v. fleiri aðilum með það í huga að sameinast um skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.• Efla þjónustu við börn með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi.Göngudeild gigtar LSH• Skilgreina hlutverk göngudeildarinnar enn frekar til að hámarka skilvirkni og lágmarka sóun.Sjálfstætt starfandi gigtarlæknar• Huga að uppbyggingu þverfaglegrar þjónustu.Heilsugæsla• Auka þátt heilsugæslunnar í meðferð sjúklinga með gigtarsjúkdóma, meðal annars með aðkomu þverfaglegs teymis.Þá var þeirri sameiginlegu ábendingu beint til göngudeildar gigtar LSH, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar að valdefla einstaklinga með gigtarsjúkdóma með fræðslu um heilsulæsi, heilsueflingu og skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.
Heilbrigðismál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent