Gætu neitað þeim sem þiggja opinbera aðstoð um dvalarleyfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 15:23 Samkvæmt bandarískum lögum eiga þeir sem hafa haft varanlegt dvalarleyfi í fimm ár rétt á opinberum bótum. Nýju reglurnar gætu þýtt að þeim fækki sem eiga rétt á dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétti. Vísir/EPA Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Sjá meira
Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Sjá meira