Duttu í lukkupottinn í ruslagámi í Austurstræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 10:15 Pavel Klega sést hér hæstánægður með rúllutertuna sem hann fann á bakvið 10-11 í Austurstræti. Skjáskot Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar. Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar.
Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00