"Er að stökkva út í djúpu laugina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 12:00 Arnar hefur verið í leit að þjálfarastarfi síðan hann var látinn fara frá Breiðabliki í upphafi tímabils 2017. vísir/ernir Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel. Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel.
Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26