"Er að stökkva út í djúpu laugina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 12:00 Arnar hefur verið í leit að þjálfarastarfi síðan hann var látinn fara frá Breiðabliki í upphafi tímabils 2017. vísir/ernir Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel. Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel.
Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26