Baldur: Meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 21:36 Baldur fagnar markinu í kvöld. vísir/daníel Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Baldur Sigurðsson markaskorari Stjörnunnar í kvöld var svekktur með tap sinna manna gegn Espanyol í kvöld og sagði þá einfaldlega hafa verið að mæta sterkara liði. „Við vorum bara að mæta betra liði. Fyrsta markið var full auðvelt, við hefðum viljað halda núllinu lengur. Hann labbaði bara í gegn en svo var þetta óheppni með vítið hjá Hilmari. Það hefði gefið okkur mikið að ná að jafna og fá aukakraft en eftir það sýna þeir bara gæði sín og þetta var bara sanngjarnt.“ Hilmar Árni klikkaði tveimur vítaspyrnum í Evrópudeildinni í sumar en Baldur sagði alls ekki ástæða til að skipta um vítaskyttu hjá liðinu þrátt fyrir það. „Nei það held ég ekki, hann skorar bara úr því næsta. Hann er sennilega ein besta vítaskytta landsins og frábær karakter þannig ég held að þetta hafi nú lítil áhrif á hann.“ Þrátt fyrir að hafa skorað í kvöld var Baldur ekki svo ánægður með markið og sagði það líklega skipta litlu sem engu. „Þetta er nú ekki fyrsta markið sem ég skora í Evrópukeppni en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég meira pirraður að fá ekki að byrja leikinn. Markið skiptir svo sem engu, við töpum einvíginu 7-1 þannig ég er ekkert hoppandi kátur.“ Hann var sammála því að liðið þurfi að einbeita sér að deildinni og að það sé lykilatriði fyrir félagið að tryggja sér Evrópusæti. „Engin spurning, þegar þú færð svona lið þá er ekki erfitt verkefni að mótivera sig. Leikurinn úti var þvílíkt ævintýri og báðar þessar ferðir, til Eistlands og Spánar og að fá þessi lið hingað er geggjað. „Nú eru átta leikir eftir og við þurfum eitthvað að safna í pokann í ágúst. Núna fáum við smá helgarfrí. Það er búið að vera fullt af leikjum og mikið álag. Við hlökkum til að fá hörkulið Víkings í heimsókn í næstu viku.“ Baldur var að lokum spurður hvað honum finnist íslensku liðin þurfa að gera til að ná betri árangri í evrópu og komast nær því að komast í riðlakeppni. „Til að ná meiri árangri þá segir það sig kannski aðeins sjálft, það þarf meira fjármagn til að fá betri leikmenn og einnig til að geta æft eins og atvinnumenn. Hinsvegar eru ungir strákar orðnir gríðarlegir atvinnumenn í dag og allt öðruvísi heldur en þegar ég var ungur. „Þeir hugsa þvílíkt vel um sig og eru miklu meira með atvinnumannahugsun. Ég held að þetta eigi eftir að koma og ef við erum að tala um að komast í riðlakeppni þá snýst þetta líka svolítið um heppni. „Við vorum eina liðið í efra styrkleikaflokki og fengum þá auðveldari andstæðing og við fórum áfram. Svo kemur næsta lið og það er Espanyol, það er alltaf gaman að mæta svona liðum en þú vilt samt alltaf eiga séns, raunhæfan möguleika að geta komist áfram. Þú vilt fá þessi lið sem eru ekki eins góð og við eigum ekki að geta unnið svona lið eins og Espanyol. Þetta snýst gríðarlega mikið um heppni, hverjum þú mætir,“ sagði Baldur að lokum.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Espanyol 1-3 | Stjarnan skoraði gegn spænska stórliðiðinu Baldur Sigurðsson var stóri markaskorari kvöldsins. 1. ágúst 2019 22:00