Fótur fyrir grunsemdum um steranotkun í Crossfit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 21:00 Crossfit, sem er gríðarlega krefjandi íþrótt, hefur verið í deiglunni um helgina í tengslum við Heimsleikana svonefndu. Sigurvegarar leikanna eru iðulega taldir hraustasta fólk heims. Vísir/getty Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar. CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar.
CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45
Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00