Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 12:15 Trump stillir sér upp með báða þumla á lofti umkringdur starfsfólki Miami Valley-sjúkrahússins í Dayton í gær. Twitter/@Scavino45 Ekkert hinna átta fórnarlamba skotárásarinnar í El Paso í Texas sem liggja enn á sjúkrahúsinu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti í gær vildi hitta forsetann og föruneyti hans. Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio, þar sem önnur skotárás var framin aðfaranótt sunnudags, ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. Þá notaði Trump jafnframt tækifærið til að hjóla í borgarstjóra Dayton og öldungardeildarþingmann Demókrata í Ohio á meðan ferðalaginu stóð. Skotárásirnar tvær hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Árásarmaður skaut 22 til bana inni í Walmart-verslun í El Paso í Texas á laugardagsmorgun. Innan við sólarhring síðar, rúmlega eitt eftir miðnætti að staðartíma, skaut annar byssumaður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Tugir særðust í árásunum.Ekki velkominn í El Paso Trump heimsótti eftirlifendur skotárásanna á sjúkrahús í báðum borgum í gær. Heimsókn hans til El Paso var einkum mætt með andstöðu en margir hafa sagt forsetann kynda undir innflytjendaandúð með orðræðu sinni, sem árásarmaðurinn í El Paso vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar sagðist sá síðarnefndi ætla að bjarga Bandaríkjunum frá „innrás innflytjenda“ frá rómönsku Ameríku en forsetinn hefur einmitt notað orðið „innrás“ til að lýsa straumi innflytjenda til Bandaríkjanna í gegnum landamærin við Mexíkó. Stór hópur mótmælenda tók á móti forsetanum í El Paso í gær en borgin stendur við téð landamæri. Íbúar borgarinnar eru margir af rómönskum ættum, auk þess sem fjöldi innflytjenda er þar búsettur. Myndband frá fjöldafundi mótmælendanna má sjá í spilaranum hér að neðan en Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, var á meðal þeirra sem tók til máls á fundinum. Hann sagði forsetann hafa kynt undir hatrið sem hvatti árásarmanninn til voðaverksins og væri því ekki velkominn til El Paso.Washington Post hafði eftir talsmanni UMC-sjúkrahússins í El Paso að ekkert hinna átta fórnarlamba skotárásarinnar sem enn liggja á sjúkrahúsinu hafi viljað hitta Trump þegar hann kom í gær. Tvö fórnarlömb sem þegar höfðu verið útskrifuð af sjúkrahúsinu mættu þó til fundar við forsetann á spítalanum.Yfirþyrmandi að hleypa fréttamönnum inn Áður en Trump hélt til El Paso heimsótti hann Miami Valley-sjúkrahúsið í Dayton, þar sem þrjú fórnarlömb skotárásarinnar liggja inni. Athygli vakti að fréttamönnum var ekki heimilað að fylgjast með heimsókninni á spítalann. Í svari Stephanie Grisham talskonu Hvíta hússins kom fram að ekki hefði þótt við hæfi að hleypa fréttamönnum inn á spítalann og gera heimsóknina að „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“. Slíkt hefði getað orðið afar yfirþyrmandi fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra.I asked @PressSec about this. Here's what she said. pic.twitter.com/rURn3nVTw8— Oliver Darcy (@oliverdarcy) August 7, 2019 Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd nokkuð harðlega, sérstaklega í ljósi þess að skömmu eftir heimsóknina birti Hvíta húsið myndband og fjölda mynda af Trump, þar sem hann ræðir við og stillir sér upp með starfsfólki og sjúklingum. Þá sagði Dan Scavino, aðstoðarmaður Trumps, að forsetinn hefði fengið viðtökur á við „rokkstjörnu“ á spítalanum í Dayton. „[…] sem náðist allt á myndband. Þau elskuðu öll að sjá stórkostlega forsetann sinn!“ skrifaði Scavino. Hér að neðan má svo sjá myndband Hvíta hússins frá heimsóknunum til El Paso og Dayton. Einnig voru birt myndbönd frá hvorri heimsókn fyrir sig.My time spent in Dayton and El Paso with some of the greatest people on earth. Thank you for a job well done! pic.twitter.com/TNVDGhxOpo— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 8, 2019 Trump mætti jafnframt nokkurri andstöðu íbúa í Dayton við komu sína til borgarinnar. Sherrod Brown, öldungadeildarþingmann frá Ohio, og Nan Whaley, borgarstjóri Dayton, sem bæði eru Demókratar, gagnrýndu forsetann fyrir að ala á sundrung með orðræðu sinni og andstöðu hans við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Þau voru hins vegar bæði jákvæð í garð heimsóknar Trumps til Dayton. Trump sakaði þau þó bæði um að hafa „mistúlkað“ það sem fram fór á spítalanum í borginni í tísti sem hann birti á leið sinni til El Paso.....misrepresenting what took place inside of the hospital. Their news conference after I left for El Paso was a fraud. It bore no resemblance to what took place with those incredible people that I was so lucky to meet and spend time with. They were all amazing!o— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2019 Ekki er ljóst hvað forsetinn átti þar við. Hér að neðan má sjá myndband af Whaley þar sem hún furðar sig á þessum ummælum Trumps. „Ég er mjög rugluð, við sögðum að hann hefði hlotið góðar móttökur. Ég veit ekki hvað hann er að tala um, „mistúlkað“...“ segir Whaley.When the Mayor of Dayton first saw @realDonaldTrump tweet about her pic.twitter.com/Z8YdyeebXp— Scott Wartman (@ScottWartman) August 7, 2019 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Ekkert hinna átta fórnarlamba skotárásarinnar í El Paso í Texas sem liggja enn á sjúkrahúsinu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti í gær vildi hitta forsetann og föruneyti hans. Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio, þar sem önnur skotárás var framin aðfaranótt sunnudags, ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. Þá notaði Trump jafnframt tækifærið til að hjóla í borgarstjóra Dayton og öldungardeildarþingmann Demókrata í Ohio á meðan ferðalaginu stóð. Skotárásirnar tvær hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Árásarmaður skaut 22 til bana inni í Walmart-verslun í El Paso í Texas á laugardagsmorgun. Innan við sólarhring síðar, rúmlega eitt eftir miðnætti að staðartíma, skaut annar byssumaður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Tugir særðust í árásunum.Ekki velkominn í El Paso Trump heimsótti eftirlifendur skotárásanna á sjúkrahús í báðum borgum í gær. Heimsókn hans til El Paso var einkum mætt með andstöðu en margir hafa sagt forsetann kynda undir innflytjendaandúð með orðræðu sinni, sem árásarmaðurinn í El Paso vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar sagðist sá síðarnefndi ætla að bjarga Bandaríkjunum frá „innrás innflytjenda“ frá rómönsku Ameríku en forsetinn hefur einmitt notað orðið „innrás“ til að lýsa straumi innflytjenda til Bandaríkjanna í gegnum landamærin við Mexíkó. Stór hópur mótmælenda tók á móti forsetanum í El Paso í gær en borgin stendur við téð landamæri. Íbúar borgarinnar eru margir af rómönskum ættum, auk þess sem fjöldi innflytjenda er þar búsettur. Myndband frá fjöldafundi mótmælendanna má sjá í spilaranum hér að neðan en Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, var á meðal þeirra sem tók til máls á fundinum. Hann sagði forsetann hafa kynt undir hatrið sem hvatti árásarmanninn til voðaverksins og væri því ekki velkominn til El Paso.Washington Post hafði eftir talsmanni UMC-sjúkrahússins í El Paso að ekkert hinna átta fórnarlamba skotárásarinnar sem enn liggja á sjúkrahúsinu hafi viljað hitta Trump þegar hann kom í gær. Tvö fórnarlömb sem þegar höfðu verið útskrifuð af sjúkrahúsinu mættu þó til fundar við forsetann á spítalanum.Yfirþyrmandi að hleypa fréttamönnum inn Áður en Trump hélt til El Paso heimsótti hann Miami Valley-sjúkrahúsið í Dayton, þar sem þrjú fórnarlömb skotárásarinnar liggja inni. Athygli vakti að fréttamönnum var ekki heimilað að fylgjast með heimsókninni á spítalann. Í svari Stephanie Grisham talskonu Hvíta hússins kom fram að ekki hefði þótt við hæfi að hleypa fréttamönnum inn á spítalann og gera heimsóknina að „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“. Slíkt hefði getað orðið afar yfirþyrmandi fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra.I asked @PressSec about this. Here's what she said. pic.twitter.com/rURn3nVTw8— Oliver Darcy (@oliverdarcy) August 7, 2019 Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd nokkuð harðlega, sérstaklega í ljósi þess að skömmu eftir heimsóknina birti Hvíta húsið myndband og fjölda mynda af Trump, þar sem hann ræðir við og stillir sér upp með starfsfólki og sjúklingum. Þá sagði Dan Scavino, aðstoðarmaður Trumps, að forsetinn hefði fengið viðtökur á við „rokkstjörnu“ á spítalanum í Dayton. „[…] sem náðist allt á myndband. Þau elskuðu öll að sjá stórkostlega forsetann sinn!“ skrifaði Scavino. Hér að neðan má svo sjá myndband Hvíta hússins frá heimsóknunum til El Paso og Dayton. Einnig voru birt myndbönd frá hvorri heimsókn fyrir sig.My time spent in Dayton and El Paso with some of the greatest people on earth. Thank you for a job well done! pic.twitter.com/TNVDGhxOpo— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 8, 2019 Trump mætti jafnframt nokkurri andstöðu íbúa í Dayton við komu sína til borgarinnar. Sherrod Brown, öldungadeildarþingmann frá Ohio, og Nan Whaley, borgarstjóri Dayton, sem bæði eru Demókratar, gagnrýndu forsetann fyrir að ala á sundrung með orðræðu sinni og andstöðu hans við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Þau voru hins vegar bæði jákvæð í garð heimsóknar Trumps til Dayton. Trump sakaði þau þó bæði um að hafa „mistúlkað“ það sem fram fór á spítalanum í borginni í tísti sem hann birti á leið sinni til El Paso.....misrepresenting what took place inside of the hospital. Their news conference after I left for El Paso was a fraud. It bore no resemblance to what took place with those incredible people that I was so lucky to meet and spend time with. They were all amazing!o— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2019 Ekki er ljóst hvað forsetinn átti þar við. Hér að neðan má sjá myndband af Whaley þar sem hún furðar sig á þessum ummælum Trumps. „Ég er mjög rugluð, við sögðum að hann hefði hlotið góðar móttökur. Ég veit ekki hvað hann er að tala um, „mistúlkað“...“ segir Whaley.When the Mayor of Dayton first saw @realDonaldTrump tweet about her pic.twitter.com/Z8YdyeebXp— Scott Wartman (@ScottWartman) August 7, 2019
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33
Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39