Spænskt úrvalsdeildarlið spilar á Samsung-vellinum í kvöld: "Alltaf spænskt veður í Garðabænum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. ágúst 2019 07:15 Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira
Spænska úrvalsdeildarfélagið Espyanol mætir á gervigrasið í Garðabænum gegn Stjörnunni í kvöld í síðari leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Stjörnumenn töpuðu fyrri leiknum 4-0 fyrir framan tugi þúsund áhorfenda í Katalóníu en staðan var markalaus í hálfleik. Verkefnið verður því erfitt en skemmtilegt fyrir Stjörnumenn í kvöld. „Það er frábært að fá þá hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þessum aðstæðum sem eru hér, sem er himin og haf á milli. Það er jafn mikið sjokk fyrir þá að koma hingað og okkur að fara á stóra völlinn hjá þeim,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Frábært lið og tóku hrikalega vel á móti okkur. Öll samskipti við þetta félag hafa verið frábær og þetta er eiginlega í fyrsta skipti í Evrópukeppninni sem við fáum svona góðar móttökur,“ en mikil veðurblíða hefur verið í Garðabænum. „Það er alltaf spænskt veður í Garðabænum,“ sagði glottandi Rúnar Páll Sigmundsson. Haraldur Björnsson stóð í markinu hjá Stjörnunni í fyrri leiknum og hann verður aftur í markinu í kvöld en væntanlega verður nóg að gera hjá Haraldi. „Það er ekki á hverjum degi sem lið úr spænsku deildinni kemur hingað. Við þurfum að gera það besta úr deginum þó að úrslitin hafi ekki verið mjög hagstæð í síðustu viku. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt og gefa fólki góðan leik.“ „Við þurfum að eiga toppleik á morgun (innsk. blm. í dag) og taka það með okkur inn í deildina. Það eru átta leikir eftir. Vonandi náum við að setja eitt mark snemma og gera þetta skemmtilegt.“ Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira