Hundruð þúsunda á vergangi vegna flóða í Bangladess Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:59 Hjúkrunarfræðingur hugar að manni með beinbrunasótt í höfuðborginni Dhaka. Fimm manns hafa látist af völdum sjúkdómsins þar á árinu. Vísir/EPA Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal. Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal.
Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48
Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45