Epstein fannst „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 07:48 Jeffrey Epstein er ákærður fyrir mansal og misnotkun á ungum stúlkum, allt niður í 14 ára. Vísir/getty Auðkýfingurinn Jeffrey Epstein, sem m.a. er ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum í New York í gær. Epstein er sagður hafa fundist liggjandi á gólfi klefans með áverka á hálsi. Hann hefur verið í haldi lögreglu í New York síðan í byrjun mánaðarins en dómari hafnaði í síðustu viku beiðni um að Epstein yrði látinn laus gegn tryggingu. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC segir að málið sé nú rannsakað en ekki er ljóst hvernig Epstein hlaut áverkana. Fréttastofa NBC hefur eftir nafnlausum heimildarmanni að ekki sé útilokað að Epstein hafi orðið fyrir árás eða reynt að fremja sjálfsvíg. Engar upplýsingar hafa fengist um líðan Epsteins en hann var fluttur á sjúkrahús á Manattan í gær. Epstein hefur verið sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum í New York og á Flórída á árunum 2002 til 2005. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann eigi að hafa komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér og misnota tugi stúlkna undir lögaldri kynferðislega“. Epstein er einnig þekktur fyrir vinskap sinn við valdamikla menn á borð við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta. Fyrr í mánuðinum var greint frá myndbandi frá árinu 1992 þar sem Epstein og Trump virða fyrir sér ungar konur í samkvæmi. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Heimildarmynd um Epstein í bígerð Sjónvarpsstöðin Lifetime hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. 24. júlí 2019 10:23 Epstein verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu Jeffrey Epstein hefur verið neitað um að losna úr haldi gegn tryggingu en hann bíður nú eftir að réttarhöld hefjist yfir honum vegna ákæra um mansal á tugum stúlka sem hann misnotaði auk fleiri brota. 18. júlí 2019 17:30 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Auðkýfingurinn Jeffrey Epstein, sem m.a. er ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst „hálfmeðvitundarlaus“ í fangaklefa sínum í New York í gær. Epstein er sagður hafa fundist liggjandi á gólfi klefans með áverka á hálsi. Hann hefur verið í haldi lögreglu í New York síðan í byrjun mánaðarins en dómari hafnaði í síðustu viku beiðni um að Epstein yrði látinn laus gegn tryggingu. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC segir að málið sé nú rannsakað en ekki er ljóst hvernig Epstein hlaut áverkana. Fréttastofa NBC hefur eftir nafnlausum heimildarmanni að ekki sé útilokað að Epstein hafi orðið fyrir árás eða reynt að fremja sjálfsvíg. Engar upplýsingar hafa fengist um líðan Epsteins en hann var fluttur á sjúkrahús á Manattan í gær. Epstein hefur verið sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum í New York og á Flórída á árunum 2002 til 2005. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann eigi að hafa komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér og misnota tugi stúlkna undir lögaldri kynferðislega“. Epstein er einnig þekktur fyrir vinskap sinn við valdamikla menn á borð við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta. Fyrr í mánuðinum var greint frá myndbandi frá árinu 1992 þar sem Epstein og Trump virða fyrir sér ungar konur í samkvæmi.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Heimildarmynd um Epstein í bígerð Sjónvarpsstöðin Lifetime hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. 24. júlí 2019 10:23 Epstein verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu Jeffrey Epstein hefur verið neitað um að losna úr haldi gegn tryggingu en hann bíður nú eftir að réttarhöld hefjist yfir honum vegna ákæra um mansal á tugum stúlka sem hann misnotaði auk fleiri brota. 18. júlí 2019 17:30 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Heimildarmynd um Epstein í bígerð Sjónvarpsstöðin Lifetime hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð heimildarmyndar um bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. 24. júlí 2019 10:23
Epstein verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu Jeffrey Epstein hefur verið neitað um að losna úr haldi gegn tryggingu en hann bíður nú eftir að réttarhöld hefjist yfir honum vegna ákæra um mansal á tugum stúlka sem hann misnotaði auk fleiri brota. 18. júlí 2019 17:30
Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42