Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 07:15 Frá vettvangi slyssins í gær. EPA/SAMUEL PETTERSSON Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT. Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT.
Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“