Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:42 Trump bendir Epstein á stúlkur í samkvæminu. skjáskot/Youtube Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32