Þrefalt meiri vöxtur í útgáfu íbúðalána Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. júlí 2019 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir segir að nær öll aukningin á síðustu mánuðum hafi verið í óverðtryggðum lánum. Fréttablaðið/Eyþór Vöxtur í útgáfu íbúðalána hefur að jafnaði verið þrefalt meiri hjá Landsbankanum en hinum tveimur viðskiptabönkunum á síðustu fimm árum. Í úttekt hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að á tímabilinu 2014 til 2018 hafi útlánavöxtur bankans að meðaltali numið 15 prósentum á ári. Þannig hefur lánabók bankans vaxið um 79 prósent á tímabilinu. Til samanburðar nam árlegur vöxtur hjá Arion banka 6 prósentum og 5 prósentum hjá Íslandsbanka. Landsbankinn var raunar með smæstu lánabókina þegar kom að lánum til einstaklinga fyrir og eftir fjármálahrunið en nú er hún orðin stærst. Heildarlán Landsbankans til einstaklinga námu 239 milljörðum króna árið 2014 en hafa nú vaxið í 427 milljarða. Á sama tímabili hafa útlán Íslandsbanka vaxið úr 263 milljörðum í 324 milljarða og útlán Arion banka úr 321 milljarði í 400 milljarða. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í samtali við Fréttablaðið að aukninguna megi skýra þannig að Landsbankinn hafi boðið góð kjör á réttum tíma „Við vorum með mikla markaðshlutdeild og marga góða og trygga viðskiptavini. Á síðustu árum, þegar hagkerfið fór að snúast meira um uppbyggingu húsnæðis fóru viðskiptavinir að líta til okkar og við gættum þess að vera með mikið vöruframboð og samkeppnishæf kjör,“ segir Lilja Björk.„Við höfum einnig horft til þess að geta veitt ungum kaupendum og fyrstu kaupendum góða þjónustu. Landsbankinn býður viðbótarlán og þar með hærra lánshlutfall sem hentar sérstaklega þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign og þá höfum við verið að nýta okkur þá þekkingu sem við höfum á viðskiptasögu viðskiptavina okkur til að setja saman lánin á hagkvæman hátt og bjóða samkeppnishæf kjör. Á sama tíma hefur áhætta okkar af útlánum til einstaklinga ekki aukist þegar horft er til vanefnda og veðhlutfalls þrátt fyrir að heildarfjárhæðirnar hafi aukist.“ Þá segir Lilja Björk að það hafi skipt lykilmáli að hafa útlánaferlana skilvirka til að tryggja að fólk geti klárað fasteignaviðskiptin með skjótum hætti. „Þetta snýst ekki einungis um að bjóða samkeppnishæf kjör heldur einnig um það að þjónustan gangi hratt og örugglega fyrir sig. Við höfum fylgt eftir stefnu í þessum málum og sjáum árangurinn af því að margir af þeim sem leita til nokkurra lánastofnana fyrir fasteignaviðskipti ákveða að klára viðskiptin hjá okkur.“ Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári með 17 prósenta vexti á milli fyrstu fjórðunga áranna 2018 og 2019 en íbúðalán eru langstærstur hluti vaxtarins. Aukningin er nær öll í óverðtryggðum lánum að sögn Lilju Bjarkar en það er í takt við breyttar væntingar um gang hagkerfisins. Vinsældir óverðtryggðra lána er önnur skýring á miklum útlánavexti bankans. „Við eigum mjög erfitt með að keppa við lífeyrissjóðina í breytilegum verðtryggðum lánum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem hafa verið tíundaðar í fjölmiðlum undanfarið og má nefna hærri skatta og gjöld sem rekstur banka verður að standa undir. Aftur á móti erum við mjög samkeppnishæf í óverðtryggðum breytilegum lánum og undanfarið hefur fólk fært sig yfir í þess konar lán.“ Markaðurinn greindi frá því í byrjun júlí að lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefði versnað á síðustu mánuðum. Hertar kröfur drægju úr getu bankanna til þess að auka útlán. Lausafjáreignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum. Í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárhlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Aðspurð segir Lilja Björk að Landsbankinn hafi meðal annars fjármagnað íbúðalánin með útgáfu sértryggðra skuldabréfa. og takturinn í þeirri útgáfu haldist mjög vel í hendur við aukningu í íbúðalánum. Bankinn sjái fram á að það muni áfram ganga. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Vöxtur í útgáfu íbúðalána hefur að jafnaði verið þrefalt meiri hjá Landsbankanum en hinum tveimur viðskiptabönkunum á síðustu fimm árum. Í úttekt hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að á tímabilinu 2014 til 2018 hafi útlánavöxtur bankans að meðaltali numið 15 prósentum á ári. Þannig hefur lánabók bankans vaxið um 79 prósent á tímabilinu. Til samanburðar nam árlegur vöxtur hjá Arion banka 6 prósentum og 5 prósentum hjá Íslandsbanka. Landsbankinn var raunar með smæstu lánabókina þegar kom að lánum til einstaklinga fyrir og eftir fjármálahrunið en nú er hún orðin stærst. Heildarlán Landsbankans til einstaklinga námu 239 milljörðum króna árið 2014 en hafa nú vaxið í 427 milljarða. Á sama tímabili hafa útlán Íslandsbanka vaxið úr 263 milljörðum í 324 milljarða og útlán Arion banka úr 321 milljarði í 400 milljarða. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í samtali við Fréttablaðið að aukninguna megi skýra þannig að Landsbankinn hafi boðið góð kjör á réttum tíma „Við vorum með mikla markaðshlutdeild og marga góða og trygga viðskiptavini. Á síðustu árum, þegar hagkerfið fór að snúast meira um uppbyggingu húsnæðis fóru viðskiptavinir að líta til okkar og við gættum þess að vera með mikið vöruframboð og samkeppnishæf kjör,“ segir Lilja Björk.„Við höfum einnig horft til þess að geta veitt ungum kaupendum og fyrstu kaupendum góða þjónustu. Landsbankinn býður viðbótarlán og þar með hærra lánshlutfall sem hentar sérstaklega þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign og þá höfum við verið að nýta okkur þá þekkingu sem við höfum á viðskiptasögu viðskiptavina okkur til að setja saman lánin á hagkvæman hátt og bjóða samkeppnishæf kjör. Á sama tíma hefur áhætta okkar af útlánum til einstaklinga ekki aukist þegar horft er til vanefnda og veðhlutfalls þrátt fyrir að heildarfjárhæðirnar hafi aukist.“ Þá segir Lilja Björk að það hafi skipt lykilmáli að hafa útlánaferlana skilvirka til að tryggja að fólk geti klárað fasteignaviðskiptin með skjótum hætti. „Þetta snýst ekki einungis um að bjóða samkeppnishæf kjör heldur einnig um það að þjónustan gangi hratt og örugglega fyrir sig. Við höfum fylgt eftir stefnu í þessum málum og sjáum árangurinn af því að margir af þeim sem leita til nokkurra lánastofnana fyrir fasteignaviðskipti ákveða að klára viðskiptin hjá okkur.“ Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári með 17 prósenta vexti á milli fyrstu fjórðunga áranna 2018 og 2019 en íbúðalán eru langstærstur hluti vaxtarins. Aukningin er nær öll í óverðtryggðum lánum að sögn Lilju Bjarkar en það er í takt við breyttar væntingar um gang hagkerfisins. Vinsældir óverðtryggðra lána er önnur skýring á miklum útlánavexti bankans. „Við eigum mjög erfitt með að keppa við lífeyrissjóðina í breytilegum verðtryggðum lánum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem hafa verið tíundaðar í fjölmiðlum undanfarið og má nefna hærri skatta og gjöld sem rekstur banka verður að standa undir. Aftur á móti erum við mjög samkeppnishæf í óverðtryggðum breytilegum lánum og undanfarið hefur fólk fært sig yfir í þess konar lán.“ Markaðurinn greindi frá því í byrjun júlí að lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefði versnað á síðustu mánuðum. Hertar kröfur drægju úr getu bankanna til þess að auka útlán. Lausafjáreignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum. Í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárhlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Aðspurð segir Lilja Björk að Landsbankinn hafi meðal annars fjármagnað íbúðalánin með útgáfu sértryggðra skuldabréfa. og takturinn í þeirri útgáfu haldist mjög vel í hendur við aukningu í íbúðalánum. Bankinn sjái fram á að það muni áfram ganga.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira