Viðtal við Pútín Davíð Stefánsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Rússland Utanríkismál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun