Viðtal við Pútín Davíð Stefánsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Rússland Utanríkismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun