Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 14:00 Meðalævilengd karla hér á landi er 81 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár. vísir/vilhelm Lífslíkur á Íslandi eru með þeim mestu í Evrópu en árið 2018 var meðalævilengd karla hér á landi 81 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár. Meðalævilengd er reiknuð út frá lífslíkum og sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þar segir jafnframt að aldursbundin dánartíðni hafi lækkað á undanförnum áratugum og því megi vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. „Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var meðalævi karla lengst í Sviss 80,7 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið í Evrópu. Fast á hæla þeirra komu karlar á Íslandi (80,6), Liechtenstein (80,3), Svíþjóð (80,0) og Ítalíu (80,0), síðan á Spáni og í Noregi (79,7). Styst var meðalævilengd evrópskra karla í Rússlandi (62,6), Moldavíu (65,9), Úkraínu (66,0). Á sama tíma var meðalævi kvenna á Spáni 85,7 ár og í Frakklandi 85,5 ár og skipuðu þær fyrsta og annað sæti í Evrópu. Næst á eftir komu konur í Sviss (85,0), Ítalíu (84,9), Liechtenstein (84,4), Luxemborg (84,1) og á Íslandi (84,0). Meðalævilengd kvenna var styst í Moldavíu (74,0), Rússlandi (74,6) og Úkraínu (76,1),“ segir á vef Hagstofunnar. Þá er ungbarnadauði í Evrópu minnstur á Íslandi: „Árið 2018 létust 2.254 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.139 karlar og 1.115 konur. Dánartíðni var 6,4 látnir á hverja 1.000 íbúa og ungbarnadauði 1,7 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2018. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Ungbarnadauði var að meðaltali 2,2 í Finnlandi og Slóveníu, 2,5 í Svíþjóð og Noregi og 2,7 í Tékklandi og Kýpur. Tíðastur var ungbarnadauði í Tyrklandi, 11,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem lesa má nánar um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lífslíkur á Íslandi eru með þeim mestu í Evrópu en árið 2018 var meðalævilengd karla hér á landi 81 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár. Meðalævilengd er reiknuð út frá lífslíkum og sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þar segir jafnframt að aldursbundin dánartíðni hafi lækkað á undanförnum áratugum og því megi vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. „Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var meðalævi karla lengst í Sviss 80,7 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið í Evrópu. Fast á hæla þeirra komu karlar á Íslandi (80,6), Liechtenstein (80,3), Svíþjóð (80,0) og Ítalíu (80,0), síðan á Spáni og í Noregi (79,7). Styst var meðalævilengd evrópskra karla í Rússlandi (62,6), Moldavíu (65,9), Úkraínu (66,0). Á sama tíma var meðalævi kvenna á Spáni 85,7 ár og í Frakklandi 85,5 ár og skipuðu þær fyrsta og annað sæti í Evrópu. Næst á eftir komu konur í Sviss (85,0), Ítalíu (84,9), Liechtenstein (84,4), Luxemborg (84,1) og á Íslandi (84,0). Meðalævilengd kvenna var styst í Moldavíu (74,0), Rússlandi (74,6) og Úkraínu (76,1),“ segir á vef Hagstofunnar. Þá er ungbarnadauði í Evrópu minnstur á Íslandi: „Árið 2018 létust 2.254 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.139 karlar og 1.115 konur. Dánartíðni var 6,4 látnir á hverja 1.000 íbúa og ungbarnadauði 1,7 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2018. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Ungbarnadauði var að meðaltali 2,2 í Finnlandi og Slóveníu, 2,5 í Svíþjóð og Noregi og 2,7 í Tékklandi og Kýpur. Tíðastur var ungbarnadauði í Tyrklandi, 11,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem lesa má nánar um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira