Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 12:52 Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, ætlar að ræða lokunina við fjölmiðla á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill
Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08