Sinnuleysi um framhaldsskólastigið Guðjón H. Hauksson skrifar 13. júní 2019 11:15 Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun