Tilbúinn að taka við upplýsingum um mótframbjóðanda þó þær komi frá erlendum ríkisstjórnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 11:26 Bandaríkjaforseti hefur aldrei hringt í alríkislögregluna. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira