FBI rannsakar andlát bandarískra ferðamanna í Dóminíska lýðveldinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 23:45 Frá ferðamannabænum Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Vísir/getty Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“ Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“
Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira