Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Elíza Lífdís Óskarsdóttir, nýútskrifaður búfræðingur. mynd/Elíza Lífdís „Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira