Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira