Mannfall í óeirðum eftir kosningarnar í Indónesíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 12:07 Mótmæli og óeirðir brutust út í Jakarta eftir að tilkynnt var um endanleg úrslit forsetakosninganna. Vísir/EPA Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær. Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær.
Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25
Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00
Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00