Forseti Alþingis segir að þingmenn Miðflokksins hafi tekið þingræðið úr sambandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. maí 2019 17:15 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Vísir/ÞÞ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira