Njarðvíkingarnir komu til bjargar í skrautlegum sigri á Möltubúum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:42 Elvar Már Friðriksson var frábær í dag. Mynd/KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2 Körfubolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2
Körfubolti Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn